Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sálræn áföll og ofbeldi afleiðingar viðbrögð og úrræði

Hefst 29. ágúst 2019

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll og ofbeldi, afleiðingar, viðbrögð og úrræði. Námskeiðið byggir á þverfaglegri nálgun á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga.

Í námskeiðinu verður fjallað um skilgreiningar, forvarnir, einkenni, líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar, viðbrögð, úrræði og meðferð. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun og hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda skoðað í því samhengi. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla og ofbeldis á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu.

Kennari: Dr. Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur.
Tími: Kennt í tveimur lotum 29.-31. ágúst og 5.-7. september. Nánari tímasetning auglýst síðar.
Lengd: 20 kennslustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 74.900 kr.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ