Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Samfélagstúlkun

Haustönn 2020.

Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun. Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau sinna túlkun á. Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Hann þarf að hafa þekkingu á tveimur eða fleiri tungumálum, mismunandi menningarheimum og siðavenjum. Námið er 130 klukkustunda langt og kennt utan hefðbundins vinnutíma, á mánudögum og þriðjudögum. Gert er ráð fyrir tveimur staðlotum, 23.-24. október 2020 og 16.-17. apríl 2021. Verð: 48.000,-. Umsækjendur eru hvattir til að kanna möguleika á endurgreiðslu hjá fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Námið hefst 31. ágúst 2020. 

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ