Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Samfélagstúlkun

Haustönn 2020.

Námið er ætlað þeim sem sinna eða hafa hug á að sinna starfi við samfélagstúlkun. Einstaklingar sem sækja námið þurfa að hafa gott vald á íslensku og því tungumáli sem þau sinna túlkun á. Samfélagstúlkur miðlar munnlega merkingu á milli aðila sem ekki tala sama tungumál, án þess að taka afstöðu til viðfangsefnisins. Hann þarf að hafa þekkingu á tveimur eða fleiri tungumálum, mismunandi menningarheimum og siðavenjum. Námið er 130 klukkustunda langt og kennt utan hefðbundins vinnutíma.

Ath. námið átti upphaflega að fara að stað á vorönn 2020 en vegna COVID-19 er það fært fyrir á haustönn 2020. Nánari upplýsingar um skipulag námsins verða auglýstar síðar.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ