Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sjálfsmynd og sjálfsálit barna og unglinga

Haldið 8. febrúar 2019.

Á námskeiðinu verðu farið í sjálfsmynd og sjálfsálit barna og unglinga og hvernig þróum sjálfsálits og kynjamunar er hjá þessum aldurshópi. Farið verðu í sálfræðilegar kenningar og rannsóknir sem gefa mynd af þróun sjálfsálits og áhrif þess á daglegt líf og tengsl við námsárangur og geðraskanir.

Farið verðu í gegnum hagnýt verkefni og leiðir til að styrkja líðan barna og unglinga í ráðgjöf og kennslu. Verkefnin byggja á hugrænni atferlisfræði í sálfræðinni sem og mannúðarsálfræði. Á námskeiðinu verða verklegar æfingar með þátttakendum og umræður.

Elva Björk er sálfræðikennari í MH og stundakennari við Háskóla Íslands hún er með MS í sálfræði frá HÍ með áherslu á forvarnir og fræðslu og Diplóma í náms og starfsráðgjöf frá HÍ
Elva er einnig höfundur sjálfstyrkingarnámskeiðs og bókar sem nefnist Fjársjóðsleitin, þýðandi og rannsakandi líkamsmyndarnámskeiðsins Body Project og sér um vefsíðuna sjalfsmynd.com

Kennari: Elva Björk Ágústsdóttir MS í sálfræði
Tími: Kennt föstudaginn 8. febrúar 2019 kl. 13:00-16:00.
Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 13.800 kr. (verkefnabók innifalin).

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ