Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skyndihjálp - 12 klukkustundir

Hefst 11. nóvember 2019.

Haldið í samstarfi Fræðslumiðstöðvarinnar og Rauða krossins.

Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Námskeiðið er metið til eininga í flestum framhaldsskólum, til aukinna ökuréttinda og víðar. Til öryggis er þeim sem þurfa skyndihjálparþekkingu sem hluta af starfsréttindum eða námi ráðlagt að leita staðfestingar hjá viðkomandi menntastofnun hvort námskeiðið sé tekið gilt.

Kennari: Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir.
Tími: Kennt mánudaginn 11., miðvikudaginn 13. og fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17-21.
Lengd: 12 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 18.000 kr.
Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ