Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skyndihjálp - endurmenntun atvinnubílstjóra

Haustönn 2017.

Ath. þetta er valnámskeið.

Farið í gegnum fjögur skref skyndihjálpar, útdeilingu verkefna á slysstað og aðferðir við að halda utan um stærri hópa. Farið í hugmyndfræði sálræns stuðnings, hvernig á að meta hverjir þurfa á honum að halda og hvernig hægt sé að leiðbeina um áframhaldandi stuðning. Farið í innihald sjúkrakassa í bifreiðum og hvað annað þarf að vera til taks í bifreiðum m.t.t. skyndihjálpar

Námskeiðið er hluti af endurmenntun atvinnubílstjóra með ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D en atvinnubílstjórum í vöruflutningum og farþegaflutningum í atvinnuskyni er gert að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Til þess að ljúka endurmenntuninni þurfa bílstjórar að ljúka þremur kjarnanámskeiðum; Vistakstur - örygig í akstri, Umferðaröryggi og Lög og reglur. Auk þess þarf að klára annað hvort námskeið um farþegaflutninga eða vöruflutninga og eitt val námskeið, til dæmis skyndihjálp.

Þeir bílstjórar sem fengið hafa réttindi sín fyrir 10. september 2013 þurfa að ljúka endurmenntun fyrir 10. september 2018. Allir sem endurnýja ökuskírteini með þessum flokkum eftir þann tíma þurfa að hafa lokið endurmenntun.

Kennari: Auður Ólafsdóttir.
Tími: Haustönn 2017. Kennt þegar næg þátttaka fæst.
Lengd: 7 kennslustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 18.600 kr.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ