Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skýr og markviss innri upplýsingamiðlun

Haldið 1. október 2020.

Námskeiðið er kennt í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þátttakendur geta tengst námskeiðinu í gegnum tölvu, síma eða snjalltæki.einnig er í boði að mæta í stofu í Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði.

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum nýja sýn á upplýsingamiðlun innan vinnustaðar, læra leiðir til að gera skilaboðin skýrari og ná athygli með það sem máli skiptir
Fjallað verður um upplýsingaflæði á vinnustað og leiðir til að bæta það. Skoðaðir verða þættir eins og hverjir bera ábyrgð á góðu upplýsingaflæði. Á að senda eða sækja upplýsingar? Er meira betra eða er of mikið af upplýsingum? Skýrari tölvupóstar, aukin virkni á fundum, töflufundir, skipulag og leitarmöguleikar. Innri vefir, samstarfsmiðlar og sjónræn framsetning. Heildstæð nálgun með upplýsingastefnu og innri markaðssetningu.

Efnisþættir námskeiðs:
Hvað er málið með upplýsingamiðlun? Af hverju kemur hún illa út í starfsmannakönnunum?
- Eru ekki allir að drukkna í upplýsingum? Er of lítið eða of mikið af þeim?
- Hvernig fer miðlun upplýsinga fram?
-Hvaða upplýsingar þarf fólk og hvers vegna?

Nokkur sjónarhorn og kenningar um upplýsingamiðlun
- Hlutverk og ábyrgð hvers og eins. Á að senda eða sækja upplýsingar?
- Flæði upplýsinga upp og niður skipuritið. Óformleg miðlun. Flökkusögur
- Fer miðlunin fram á milli fólks á sama stað og á sama tíma?

Hagnýt ráð: Eru skilaboðin skýr og skilvirk? Má spara tíma?
- Skýrari og skilvirkari tölvupóstar. Eru pósthóparnir að hjálpa?
- Hvernig má auka virkni og samtal á fundum? Tækifæri í töflufundum
- Samstarfs- og samfélagsmiðlar, Teams, Slack og Workplace
- Sjónræn framsetning á rafrænu efni. Umbrot, myndir og myndbönd
- Skipulag upplýsinga og leitarmöguleikar

Stefna í upplýsingamiðlun og innri markaðssetningu
- Upplýsingastefna
-Innri markaðssetning
- Hlutverk upplýsingamiðlunar við innleiðingu breytinga
- Umbótaverkefni til að bæta upplýsingamiðlun

Leiðbeinandi er Ingibjörg Gísladóttir. Ingibjörg er með háskólapróf í boðskiptafræði á vinnustöðum og framhaldsmenntun í menntunarfræðum með áherslu á starfsþróun og fjölbreytta miðlun. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni þar sem virkt samtal og nútímamiðlun hafa verið lykilþættir. Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á fjölbreyttum fundaaðferðum og miðlun.


Kennari: Ingibjörg Gísladóttir.
Tími: Kennt fimmtudaginn 1. mai 2020 kl. 13-16.
Lengd: 4 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 14.800 kr.

Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að hafa samband við sitt stéttarfélag til að kanna með aðild að starfsmennasjóði og stuðning til náms. fræðslusjóðum.


Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ