Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skýr og markviss innri upplýsingamiðlun

Haldið 6. mai 2020.

Markmið námskeiðsins er að gefa þátttakendum nýja sýn á upplýsingamiðlun innan vinnustaðar, læra leiðir til að gera skilaboðin skýrari og ná athygli með það sem máli skiptir
Fjallað verður um upplýsingaflæði á vinnustað og leiðir til að bæta það. Skoðaðir verða þættir eins og hverjir bera ábyrgð á góðu upplýsingaflæði. Á að senda eða sækja upplýsingar? Er meira betra eða er of mikið af upplýsingum? Skýrari tölvupóstar, aukin virkni á fundum, töflufundir, skipulag og leitarmöguleikar. Innri vefir, samstarfsmiðlar og sjónræn framsetning. Heildstæð nálgun með upplýsingastefnu og innri markaðssetningu.

Efnisþættir námskeiðs:
Hvað er málið með upplýsingamiðlun? Af hverju kemur hún illa út í starfsmannakönnunum?
- Eru ekki allir að drukkna í upplýsingum? Er of lítið eða of mikið af þeim?
- Hvernig fer miðlun upplýsinga fram?
-Hvaða upplýsingar þarf fólk og hvers vegna?

Nokkur sjónarhorn og kenningar um upplýsingamiðlun
- Hlutverk og ábyrgð hvers og eins. Á að senda eða sækja upplýsingar?
- Flæði upplýsinga upp og niður skipuritið. Óformleg miðlun. Flökkusögur
- Fer miðlunin fram á milli fólks á sama stað og á sama tíma?

Hagnýt ráð: Eru skilaboðin skýr og skilvirk? Má spara tíma?
- Skýrari og skilvirkari tölvupóstar. Eru pósthóparnir að hjálpa?
- Hvernig má auka virkni og samtal á fundum? Tækifæri í töflufundum
- Samstarfs- og samfélagsmiðlar, Teams, Slack og Workplace
- Sjónræn framsetning á rafrænu efni. Umbrot, myndir og myndbönd
- Skipulag upplýsinga og leitarmöguleikar

Stefna í upplýsingamiðlun og innri markaðssetningu
- Upplýsingastefna
-Innri markaðssetning
- Hlutverk upplýsingamiðlunar við innleiðingu breytinga
- Umbótaverkefni til að bæta upplýsingamiðlun

Leiðbeinandi er Ingibjörg Gísladóttir. Ingibjörg er með háskólapróf í boðskiptafræði á vinnustöðum og framhaldsmenntun í menntunarfræðum með áherslu á starfsþróun og fjölbreytta miðlun. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni þar sem virkt samtal og nútímamiðlun hafa verið lykilþættir. Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á fjölbreyttum fundaaðferðum og miðlun.

Kennari: Ingibjörg Gísladóttir.
Tími: Kennt miðvikudaginn 6. mai 2020 kl. 12-16.
Lengd: 4 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 23.500 kr.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ