Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stafræn markaðssetning og möguleikar netsins

Hefst 11. apríl 2018.

Námskeiðið veitir bæði víðtækan og hagnýtan skilning á því hvernig fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir geta nýtt sér stafræna miðla og tækni til að ná fram markmiðum sínum í markaðssetningu og greiningum á neytendahegðun. Í þessu sambandi verður sérstaklega horft til þeirra möguleika sem að eru í boði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Sýnt verður fram á hvernig stafræn markaðssetning er öðruvísi en hefðbundin markaðssetning, þ.e.a.s. hvernig stafræn tækni og aðferðafræði hjálpar fyrirtækjum að greina bæði hegðun neytenda og samkeppnisaðila.

Við munum kryfja viðskiptalíkön og ræddar verðar nýjar tekjulindir sem stafræn viðskipti bjóða upp á. Hugað verður að umskiptum fyrirtækja yfir í stafrænt umhverfi, og í því samhengi farið yfir mikilvægi þess að huga fyrst að greiningum og stefnumótun, og svo að framkvæmd og eftirfylgni. Nemendur munu fá sniðmát og mælt verður með tólum á netinu. Tekin verða fyrir áhugaverð raunverkefni (business case) og stuttar æfingar. Nemendur munu sjá dæmi um hagnýtingu vefgreininga, leitarvéla, snjallsíma, samfélagsmiðla, myndbanda og tölvupósta.

Að námskeiði loknu er stefnt að því að nemendur:
Hafi öðlast hagnýtan skilning á hlutverki stafrænna miðla í markaðssetningu
Hafi öðlast skilning á sumum af þeim ógnunum og tækifærum sem fylgja stafrænum viðskiptum og umhverfi
Meti mikilvægi þess að búa til mælaborð fyrir markaðsmál og þekki tækifæri sem felast í neytendagreiningum
Hafi vitneskju um nýja þekkingu á sviði stafrænnar markaðssetningar
Hafi öðlast skilning á mikilvægi myndbanda fyrir markaðsstjórnun
Hafi öðlast góðan skilning á mikilvægi umtals, neytendasálfræði og upplifunarstjórnunar
Geti rökstutt ákvarðanir hvað varðar markaðssetningu á ákveðnum miðlum (t.d. samfélagsmiðlum) á faglegum grunni.

Kennari: Valdrimar Sigðursson, prófessor viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Tími: Kennt miðvikudaginn 11. apríl kl. 9:30-16 og fimmtudaginn 12. apríl kl. 8:30-16.
Lengd: 18 kennslustundir (2 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 95.000 kr.
Lágmarksfjöldi: 10 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ