Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Þarmaflóra og heilbrigði

Haldið 28. febrúar 2019.

Á námskeiðinu er fjallað um örveruflóru þarmanna í tengslum við heilsu. Farið er yfir hvernig röskun á þessari mikilvægu örveruflóru getur stuðlað að ýmsum heilsukvillum og leitt af sér bólgur og jafnvel langvinna sjúkdóma. Námskeiðið byggir m.a. á rannsóknum í næringarlæknisfræði.

Nýjustu rannsóknir benda til þess að fjöldann allan af sjúkdómum megi rekja til ójafnævis í meltingarvegi og þarmaflóru. Rannsóknir sýna að meltingarvegurinn gegnir mikilvægu hlutverki í tengslum við ónæmiskerfi, taugakerfi og jafnvel geðheilsu.

Á námskeiðinu verður farið yfir hvað helst getur raskað þarmaflórunni og hvað er til ráða. Einnig er fæði skoðað með tilliti til hvort það stuðlar að eða dregur úr bólgum í líkama. Möguleikinn á að nota mjólkursýrugerla (probiotics) til meðhöndlunar á ýmsum kvillum er skoðaður og rýnt í nýjustu rannsóknir í þeim efnum.

Á námskeiðinu er fjallað um:
- Örveruflóru þarmanna og hlutverk hennar í meltingarveginum
- Hlutverk þarmaflórunnar í tengslum við ónæmiskerfi og taugakerfi
- Hvað getur raskað þessari miklvægu þarmaflóru og hvað er til ráða
- Meltingarveginn og hlutverk hans í tengslum við bólgusjúkdóma
- Fæðutegundir sem geta stuðlað að/dregiðu úr bólgum í líkama
- Samskipti sem eiga sér stað milli þarma og heila

Ávinningur þinn:
- Aukin þekking á mikilvægi örveruflóru þarmanna
- Að öðlast skilning á hvernig fæða hefur áhrif á þessa örveruflóru
- Að þekkja fæðutegundir sem byggja upp og viðhalda heilbrigðri þarmaflóru
- Að þekkja hvaða fæðutegundir geta stuðlað að/dregiðu úr bólgum í líkama
- Að öðlast innsýn í hlutverk mjólkursýrugerla og hlutverk þeirra í meltingarveginum

Kennari: Birna Guðrún Ásbjörnsdóttir. Hún er með meistaragráðu í næringarlæknisfræði frá Surreyháskóla og hefur lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla. Birna stundar nú doktorsnám í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands.
Tími: Kennt fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13:00-16:00.
Lengd: 3 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 15.500 kr.

Til þess að ljúka námskeiði með viðurkenningu þarf að lágmarki 100% mætingu.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ