Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Viðhald og viðgerðir gamalla húsa

Haustönn 2017.

Námskeið haldið af IÐUNNI – fræðslusetri. Þetta námskeið er fyrir alla sem ætla sér að vinna við viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. Fjallað er um undirstöður og burðarvirki og farið yfir frágang bæði utan- og innanhúss. Skoðuð eru gömul timburhús sem hafa verið endurbyggð. Þátttakendum er kennt að meta varðveislugildi húsa og breytingar sem gerðar hafa verið á þeim frá því þau voru byggð og hvernig staðið skuli að viðhaldi og viðgerðum á þeim. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Minjastofnun Íslands.

Kennari: Magnús Skúlason, arkitekt, Gunnþóra Guðmundsdóttir, arkitekt og Einar S. Hjartarson, húsasmíðameistari.
Tími: Kennt á haustönn 2017.
Lengd: 15 kennslustundir (2 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: Fullt verð 25.000 kr., verð til aðila Iðunnar: 5.000 kr.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ