Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám

Haustönn 2019.

Smáskipanám kemur í stað þess sem áður var nefnt 30rl réttindanám (pungapróf) og miðast atvinnuskírteinin nú við lengd skipa í stað brúttórúmlestatölu áður. Réttindin miðast skv. því við skip 12 metrar og styttri að skráningarlengd, m.v. að hafa lokið 12 mánaða siglingatíma skv. reglugerð nr. 393/2008. Námið er kennt með faglegri ábyrgð Skipstjórnarskóla Tækniskólans og lýkur hverjum námsþætti þess með bóklegu prófi.

Kennari: Guðbjörn Páll Sölvason.
Tími: Kennt tvö kvöld í viku kl. 19:00-22:00. Hefst í lok ágúst/byrjun september og lýkur um miðjan desember.
Lengd: 115 kennslustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði. Námið er einnig í boð í fjarkennslu en þeir nemendur þurfa að sækja eina námslotu til Ísafjarðar.
Verð: 139.900 kr. Sjókort, allar námsbækur og próf innifalin í verði.
Námsmat: Nemendur þurfa að lágmarki 5 í einkunn í stöðugleika og siglingafræði og að lágmarki 6 í siglingareglum til þess að ljúka náminu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ