Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipavélavörður - vélgæsla 750kW 12m og styttri

Hefst 9. október 2020.

Í samvinnu við Menntaskólann á Ísafirði.

Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður, á skipum allt að 12 metrar að skráningarlengd með vélarafl allt að 750 kW (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Námið er bæði bóklegt og verklegt.

Námskeiðið gefur ekki námseiningar í framhaldskóla.

Námskeiðið er kennt í tveimur lotum, 9-12. október og 23.-26. október:
9.okt -16:00 -21:30
10.okt. 9:00- 17:40
11.okt. 9:00- 17:40
12.okt 16:00 -21:30
23.okt 16:00-21:30
24.okt 9:00- 17:40
25.okt. 9:00- 17:40
26.okt. 16:00-21:30

Kennari: Jóhann Bæring Gunnarsson.
Tími: Kennt í tveimur lotum, 9.-12. og 23.-26. október.
Lengd: 85 kennslustundir.
Staður: Verkmenntahús Menntaskólans og Ísafirði.
Verð: 125.000 kr.
Námsmat: Samanstendur af verkefnum og prófum. Nemendur þurfa að lágmarki 5 í lokaeinkunn.

Fræðslumiðstöðin minnir á að mörg stéttarfélög endurgreiða hluta af námskeiðsgjöldum.

(ATH. Að loknu 7 eininga viðbótarnámi í framhaldsskóla, sem skilgreint er í námskrá öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með allt að 750 kW vél (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með allt að 750 kW vél og allt að 24 metrar að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)). Sjá reglugerð).

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ