Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Vélgæsla

Haustönn 2018.

Námskeið í samstarfi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Guðmundar Einarssonar kennara.

Námskeiðið veitir rétt til að vera vélavörður, á skipum allt að 12 metrar að skráningarlengd með vélarafl allt að 750 kW (Skírteini: Smáskipa vélavörður (SSV)). Að loknu 7 eininga viðbótarnámi í framhaldsskóla, sem skilgreint er í námskrá öðlast viðkomandi rétt til að vera vélavörður á skipi með allt að 750 kW vél (Skírteini: Vélavörður (VV)) og yfirvélstjóri á skipi með allt að 750 kW vél og allt að 24 metrar að skráningarlengd að loknum 4ra mánaða siglingatíma sem vélavörður (Skírteini: Vélavörður (VVY)). Sjá reglugerð.

Námskeiðið gefur ekki námseiningar í framhaldskóla.

Skráning fer fram í Fræðslumiðstöð Vestfjarða eða hjá Guðmundi í síma 896 3697.

Kennari: Guðmundur Einarsson.
Tími: Haustönn 2018.
Lengd: 85 kennslustundir.
Staður: Menntaskólinn á Ísafirði, verkmenntahús.
Verð: 96.500 kr.
Námsmat: Nemendur þurfa að standast próf í rafmagnsfræði, vélbúnaði og vélinni með lágmarkseinkunn 5.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ