Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Excel - grunnnámskeið

Vorönn 2019.

Námskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af excel. Farið verður í grundaratriði við meðhöndlun talna og útreikning, algeng föll sem einfalda útreikninga og notkun lista sem gagnagrunn í excel. Einnig farið í mótun útlits skjala, en áherslur á námskeiðinu taka mið af óskum og þörfum þátttakenda.

Eftir námskeið eiga nemendur að: geta nýtt sér töflureikni í einföldum útreikningi, þekkja nokkur algeng föll í töflureikni og geta unnið með þau, geta sett upp og unnið með einföld gögn hvort sem það eru nafnalistar eða töluleg gögn, reiknað út samtölur, eða heildarfjölda, fundið meðaltöl, hæsta og lægsta gildi, sett upp einfalt graf, súlurit, línurit eða skífurit.

Þátttakendur þurfa að koma með sínar eigin tölvur.

Kennari: Svavar Þór Guðmundsson.
Tími: Kennt -þegar næg þátttaka fæst.
Lengd: 18 kennslustundir (6 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 27.400 kr.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ