Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Excel PowerPivot

Haldið 7. febrúar 2019.

Á þessu námskeiði er farið í hvað PowerPivot er og hvernig hægt er að nýta sér það við úrvinnslu og framsetningu stórra gagnasetta. Farið verður í notkun DAX forritunarmálsins til að auðga gögnin. Einnig verður farið yfir skýrslugerð í Excel með PowerPivot sem grunn. Farið verður stuttlega í hvernig nota má PowerQuery til að lesa inn gögn í PowerPivot. Áhersla er lögð á vinnslu hagnýtra verkefna og reynt að aðstoða nemendur við að setja efni námskeiðsins í samhengi við þeirra daglegu störf. Námskeiði er í samvinnu við Endurmenntun HÍ.

Á námskeiðinu er fjallað um:
Uppsetningu gagna í PowerPivot
• Innlestur gagna á mismunandi formi.
• Notkun PowerQuery til innlesturs á gögnum.
• Tengdar Excel töflur í PowerPivot (Linked Table).
• Vensl taflna (Relationship).
• Viddir (Hierarchies).
• Meðhöndlun tölulegra gilda og hvernig fela á dálka.

Formúlur í PowerPivot
• Farið verður í DAX forritunarmálið og föll eins og ALL, ALLEXCEPT, CALCULATE, EARLIER, FILTER, RELATED, SUMX skoðuð ásamt dagsetningarföllum.

Skýrslugerð í Excel með veltitöflum (Pivot tables)
• Uppsetningu á gögnum fyrir veltitöflur.
• Virkni veltitaflna, kosti og galla.
• Notkun sía (filter) og sneiðara (slicer) til að birta gögn.
• Hvernig má setja upp myndrit.
• Veltitöflur sem skýrslur.

Námskeiðið hentar þeim sem hafa góðan grunn í Excel, þ.m.t. góða þekkingu á helstu innbyggðu föllum, og nota mikið í sínum daglegu störfum. Einnig þeim sem eru áhugasamir um að bæta við sig hæfni á þessu sviði og opna dyr að flóknari og öflugri hliðum Excel með notkun PowerPivot og PowerView.
Gerð er krafa um að nemendur hafi unnið með veltitöflur (PivotTable).

Gert er ráð fyrir að þátttakendur komi með eigin tövlur með Excel 2013 eða Excel 2016 uppsett á námskeiðið. Athugið að ekki allar útgáfur af Excel styðja PowerPivot. Nánari upplýsingar á heimasíðu endurmenntunar HÍ
endurmenntun.is.

Kennari: Ásgeir Gunnarsson viðskipta- og tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá Northinsights
Tími: Fimmtudaginn 7. febrúar kl. 8:00-16:00.
Lengd: 12 kennslustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 47.900 kr.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ