Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Office 365

Haldið á vorönn 2020.

Mjög margir nota Office 365 en oftast er fólk aðeins að nýta lítinn hluta þess sem pakkinn býður upp á. Kostir Office 365 eru fjölmargir. Office 365 skapar skemmtilegt og lifandi vinnuumhverfi sem auðveldar fólki að vinna sína vinnu sem leiðir til aukinnar framleiðni í fyrirtækinu.

Á þessu námskeiði verður farið yfir skipulag og lausnir sem eru aðgengilegar í Office 365 með áherslu á hvernig það mætir þörfum fyrirtækja, stofnana og einstaklinga.

Farið verður yfir uppbyggingu og skipulag, hvaða forrit og þjónustur eru í boði. Áherslur á námskeiðinu eru sniðnar að þörfum þátttakenda eins og kostur er. Meðal þeirra þátta sem skoðaðir eru:

Office 365 almennt, OneDrive for business, póstur, SharePoint, Delve, Yammer, Planner og Teams. Einnig verður farið yfir helstu atriði varðandi notkun á samskiptaforritinu Skype for buisness og verða eftirtaldir þættir skoðaðir: Skypefundir, almenn notkun, upptökur, deila skjá o.fl.

Námskeiðið er blanda af fyrirlestri, sýnikennslu og verkefnavinnu þátttakenda. Gert er ráð fyrir að þátttakendur mæti með sínar eigin tölvur.

Kennari: Hermann Jónsson, microsoft sérfræðingur.
Tími: Haldið á vorönn 2020 þegar næg þátttaka fæst. Kennt kl. 9:00-16:00.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 37.000 kr.

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðið fyrir sitt fólk. Námskeiðið er því frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.

Starfsmenn sem eru í FosVest eða Sameyki (áður SFR) geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Þeir þurfa að skrá sig í gegnum vef Starfsmenntar, smennt.is. ATH þetta gildir ekki um þá sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ