Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tölvuöryggi

Haldið á vorönn 2020.

Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar. Á þessu námskeiði förum við yfir öryggismál almennt og lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.

Eftirfarandi spurningar er á meðal þess sem við leitumst við að svara á námskeiðinu:

  • Hvernig passa ég upp á að stýrikerfið mitt sé öruggt?

  • Hvað eru tölvuvírusar og hvernig á að verjast þeim?

  • Hvað er "malware" hvernig á að verjast þeim?

  • Hvað er "ransomware" og er hægt að verjast því?

  • Hvernig þekkjum við falskar vefsíður?

  • Hvernig má þekkja falska tölvupósta?

  • Hvernig geri ég þráðlausanetið mitt öruggara?

Fyrirkomulag: Námskeiðið er í fyrirlestraformi og með sýnikennslu.

Kennari: Hermann Jónsson, microsoft sérfræðingur.
Tími: Haldið á vorönn 2020 þegar næg þátttaka fæst. Kennt kl. 9:00-12:00.
Lengd:3 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 29.000 kr.

Starfsmenntasjóðirnir Sveitamennt og Ríkismennt greiða námskeiðið fyrir sitt fólk. Námskeiðið er því frítt fyrir þá starfsmenn ríkis og sveitarfélaga sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur. Þeir sem nýta sér þetta eru beðnir að setja upplýsingar um vinnustað í reitinn "viðbótarupplýsingar" á skráningarforminu.

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir þátttökugjaldið fyrir sína félagsmenn sem geta þá sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ