Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

WordPress - Grunnur

Vorönn 2019.

Námskeið haldið af WP skólanum í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfi eða efnisstjórnunarkerfi í dag og sýna óháðar mælingar að ein af hverju fjórum nýjum heimasíðum séu gerðar í WP. Fjölmörg fyrirtæki, stofnanir, borgir og bæir nýta sér WordPress til að koma sínum upplýsingum á framfæri.

WordPress – Grunnur er stutt en hnitmiðað námskeið þar sem farið er yfir alla helstu þætti WP. Farið er vel yfir bakenda kerfisins og þær stillar sem þar er að finna eins og færslur, síður, viðbætur, útlit og fleira. Ekki er gert ráð fyrir að nemendur hafi neina reynslu af vefhönnun né hafi komið að gerð vefsíða áður. Námskeiðið byggir mikið á verkefnum ásamt stuttum fyrirlestrum.

Nemendur þurfa að mæta með eigin fartölvu á námskeiðið. Tegund vélbúnar skiptir ekki máli né hvort um sé að ræða PC (Windows) eða MAC (MAC OSx). Vélar þurfa þó að vera uppfærar og með nýlegt stýrikerfi.

Kennari: Atli Þór Kristbergsson .
Tími: Vorönn 2019, kennt þegar næg þátttaka fæst.
Lengd: 24 kennslustundir (3 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 48.000 kr.
Lágmarksfjöldi 6 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

Væntanlegum þátttakendum er bent á að kanna möguleikana á styrkjum hjá sínu stéttarfélagi og fræðslusjóði.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ