Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Álfar og tröll og ósköpin öll: Íslensk þjóðtrú og vestfirskar vættir

Hefst 13. mars 2019.

Spennandi námskeið þar sem fjallað verður um þjóðsögur og þjóðtrú Íslendinga, fyrr og nú. Þar er margt skrítið og skemmtilegt að finna. Spjallað verður um ýmsar vættir svo sem álfa og tröll, drauga, dverga og skrímsli en sérstök áhersla verður lögð á vestfirskar kynjaverur og vættir á námskeiðinu. Einnig verður talað um náttúrufyrirbæri sem eru sveipuð dulúð og tengjast þjóðtrú, t.d. álagabletti, plöntur og dýr eins og hvítabirni, seli og fugla. Þá verður galdratrúin og sérstaða Vestfjarða í því samhengi skoðuð. Þjóðtrú nútímans verður líka veitt athygli og hvernig hún hefur tekið breytingum í gegnum tíðina. Sagt verður frá söfnun og miðlun þjóðsagnaefnis og þjóðtrúarhugmyndum sem birtast í því. Einnig hvað þjóðtrúin og sögurnar geta sagt okkur um samfélagið sem þau tilheyra og líf fólks á þeim tíma sem þær eru skrifaðar. Á námskeiðinu verða gefnar góðar ábendingar um hvar má finna frekari fróðleik um þjóðsagnaarfinn. Frábær leið til að fá góða yfirsýn yfir efnið á stuttum tíma!

Kennarar: Jón Jónsson þjóðfræðingur hjá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofu og Dagrún Ósk Jónsdóttir doktorsnemi í þjóðfræði og yfirnáttúrubarn.
Tími: Kennt 13., 14., 20. og 21. mars kl. 20-22.
Lengd: 8 klukkustundir (4 skipti).
Staður: Hólmavík, fjarkennt til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.
Verð: 12.500 kr.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ