Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Endurminningaskrif

Hefst í janúar 2020.

ATH námskeiðið átti upphaflega að vera í nóvember 2019 en hefur verið frestað til janúar 2020.

Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri, jafnt þeim sem skrifa eigin minningar og þeim sem skrifa um samferðafólk sitt. Sumir nýta sér námskeiðin fyrst og fremst til að rifja upp minningar á meðan aðrir koma einkum til að skrifa - og enn aðrir af því að þeim finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi.

KENNSLUMARKMIÐ

  • að þátttakendur læri að nota margvíslegar kveikjur til að rifja upp minningar

  • að þeir þjálfist í að skoða og skrifa um minningar frá mismunandi sjónarhólum og með mismunandi aðferðum

  • að þátttakendum finnist þeir hafa eflst og styrkst að námskeiði loknu

  • að lesupplifun dýpki

KENNSLUÁÆTLUN
Fyrsta ritsmiðja (17. janúar. kl. 18:00-22:00): Fjallað um minnið og hvernig minningar taka breytingum. Gerðar stuttar ritunaræfingar til að hrista upp í heilasellunum og hrista saman hópinn. Margvíslegar kveikjur notaðar til upprifjunar á andrúmslofti, tilfinningum og atburðum. Stuttir textar skrifaðir og ræddir í hópnum.

Önnur ritsmiðja (18. janúar kl. 10:00-14:00): Ýmsar aðferðir notaðar til að sækja sögur í minnið, deila þeim munnlega og skrifa þær. Rætt um tilfinningalegt og sagnfræðilegt gildi dagbóka og æfingar gerðar sem tengjast dagbókaskrifum. Textar ræddir í hópnum. Kynning á ólíkum aðferðum til að skrá minningar. Rætt um ævisagnaritun og sjálfsbókmenntir og um leiðir til að sækja, skrá og geyma minningar annarra eða eigin minningar um aðra

Þriðja ritsmiðja (19. janúar kl. 10:00-14:00): Rætt um bókmenntafræðilegt, sagnfræðilegt og tilfinningalegt gildi þeirrar íslensku bókmenntahefðar sem kallast minningargreinar og þeir þátttakendur sem kjósa deila minningagreinum sem þau hafa skrifað. Þátttakendur deila því sem skrifað hefur verið á námskeiðinu með hópnum sem ræðir innihald þeirra og frásagnaraðferð. Umræðan fæðir af sér nýjar minningar og nýja texta sem unnið er með eftir aðstæðum hverju sinni.

Kennari: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari hjá Stílvopninu.
Tími: Kennt föstudaginn 17. jan. kl. 18:00-22:00, laugardaginn 18. jan. kl. 10:00-14:00 og sunnudaginn 19. jan. kl. 10:00-14:00.
Lengd: 12 klukkustundir (3 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 35.000 kr.
Lágmarksfjöldi 10 þátttakendur.

ATH. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir þátttökugjaldið fyrir sína félagsmenn sem geta þá sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ