Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjármál við starfslok

Hefst 22. september 2020.

Námskeið ætlað öllum þeim sem nálgast eftirlaunaaldur eða hafa nýverið hætt að vinna, óháð tekjum eða eignum.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á mikilvæg atriði er varða fjármálahlið starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar, skattamál, úttekt séreignar og réttindi í lífeyrissjóðum. Einnig verður komið inn á erfðamál, hjúkrunarheimili, skiptingu lífeyris og niðurgreiðslu skulda.

Námskeiðið er kennt í gegnum fjarfundaforritið Zoom. Þátttakendur geta tengst námskeiðinu í gegnum tölvu, síma eða snjalltæki.

Kennari: Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Tími: Kennt þriðjudaginn 22. og fimmtudaginn 24. september 2020 kl. 16:30-18:00.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 13.900 kr.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ