Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimili og hönnun - Stofan

Haldið Haust 2019.

Stofan er fjölnota rými og því skiptir máli að skilgreina hlutverk hennar – stór og smá. Við viljum hafa hana hlýlega og umfram allt nýtilega þannig að hún þjóni þörfum okkar, hvort heldur sem við höfum sjónvarp, borðstofu og/eða vinnurými í sama rými.
Mestu máli skiptir að hver og einn fái góðan heildarsvip á rýmið með tilliti til lýsingar, lita, mynda, flæðis, áferðar s.s. gardína og svo mætti lengi telja.

Á námskeiðinu er fjallað um:
• Hlutverk stofunnar.
• Hverjar eru þarfir fjölskyldunnar?
• Uppröðun húsgagna.
• Að ná fram hlýju með litum, lýsingu, áferð o.fl.

Kennari er Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Kennari: Emilía Borgþórsdóttir.
Tími: Auglýst síðar.
Lengd: 3 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 14.500 kr.
Lágmarksfjöldi 15 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ