Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimili og hönnun

Haldið 25. ágúst 2018.

Námskeið fyrir alla þá sem vilja gera betur við hönnun á heimili sínu. Á námskeiðinu er farið í grunnatriði hönnunar innan heimilisins s.s.uppröðun húsgagna, hvernig hengja eigi upp myndir, litaskema og hvernig má láta húsgögn, persónulega muni, myndir, liti og lýsingu spila saman til að mynda góða heild á heimilinu.

Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að geta gert einfaldar breytingar heima við sem draga betur fram þann stíl sem hentar vel þeim munum og húsgögnum sem eru til á heimilinu.

Kennari á námskeiðinu er Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður. Hún starfaði í Bandaríkjunum við húsgagnahönnun og innanhússhönnun í nokkur ár þar til hún flutti heim til Íslands. Emilía starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni.

Kennari: Emilía Borgþórsdóttir.
Tími: Kennt laugardaginn 25. ágúst kl. 13-17.
Lengd: 4 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 15.900 kr.
Lágmarksfjöldi 15 þátttakendur.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ