Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líðan og tilfinningar

Haldið 21. nóvember 2019.

Í tilefni af 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða býður miðstöðin upp á fría örfyrirlestra nú á haustönn, einn í hverjum mánuði.

Þriðji fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 21. nóvember 2019 kl. 16:30-17:30. Þar mun Helena Jónsdóttir, er klínískur sálfræðingur með sérhæfingu í hugrænni atferlismeðferð (HAM), ræða um tilgang og eðli tilfinninga og þær gagnlegu og ógagnlegu leiðir sem við notum í daglegu lífi til að takast á við þær tilfinningar sem við finnum fyrir hverju sinni. Fjallað verður um árangursríkar og einfaldar leiðir til að auka vellíðan í daglegu lífi og starfi og leitað svara við eftirfarandi spurningum:

  • Af hverju höfum við tilfinningar?

  • Hvernig vitum við hvernig okkur líður hverju sinni?

  • Eru neikvæðar tilfinningar alltaf slæmar?


  • Fyrirlesturinn er í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.

    Allir velkomnir – frítt inn.

    SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ