Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Listin að lifa - lífsgæði og sjálfsrækt

Haldið 31. október 2019.

Stöðumat – sjálfsþekking - líðan – dagskipulag
Hamingja og huggulegur lífsstíll/– hygge

Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og verkfæri sem byggja á sálfræðilega gagnreyndum aðferðum til að bæta eigið líf, lífsgæði og líðan með sjálfsrækt, auka eigin hamingju, gleði og huggulegheit.
•Fjallað er á hagnýtan hátt um stöðumat og sjálfsþekkingu út frá líðan og lífsgæðum og verkfæri sálfræðinnar sem nýtast öllum til að bæta eigin lífsgæði daglega dags.
•Farið er yfir heilsusamlegt og hamingjuaukandi dagskipulg, siði og venjur, þægindahringinn og ævintýraleiðirnar.
•Kynnt er hamingjurækt út frá jákvæðri sálfræði og mikilvægi ánægjustunda og gleði út frá fræðum hugrænnar atferlismeðferðar.
•Hagnýtar hugmyndir um virkan, notalegan og huggulegan, hygge lífsstíl sem leið til aukinna lífsgæða og móteitur gegn steitu.
•Eigum saman huggulegt síðdegi, veitingar í boði.

Kristín Linda ólst upp á sveitabæ í Þingeyjarsýslu og bjó lengst af fá Norðurlandi eystra. Í dag rekur hún eigin sálfræðistofu, Huglind ehf í Reykjavík, þar sem hún tekur á móti fólki sem vill bæta líf sitt, líðan og heilsu. Hún hefur síðustu ár haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um lífsgæði, heilsu og sjálfsrækt, líðan, hamingju, samskipti og heilsusamlega hegðun á vinnustöðum, í félögum og í einkalífinu.

Námskeiðið er byggt á hagnýtri klínískri sálfræðilegri menntun, þekkingu og reynslu, hugrænni atferismeðferð, jákvæðir sálfræði, hamingju-, og hygge fræðum.

Kennari: Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Tími: Kennt fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 18:00-21:30.
Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 14.800 kr.

ATH. Sameyki (áður sfr) stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir þátttökugjaldið fyrir sína félagsmenn sem geta þá sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ