Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Næring hreyfing og hvíld

Haldið 24. október 2019.

Í tilefni af 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða býður miðstöðin upp á fría örfyrirlestra nú á haustönn, einn í hverjum mánuði.

Annar fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 24. október 2019 kl. 16:30-17:30. Þar mun Salóme Elín Ingólfsdóttir, næringarfræðingur og ÍAK einkaþjálfari, ræða um ákveðna þætti sem tengjast almennri heilsu og hreysti. Þegar heilsan er til grundvallar skipta þessir þættir miklu máli, öllum er hollt að meta eigin lífsvenjur og tileinka sér ákveðin atriði til að bæta næringu, hreyfingu og hvíld.

Fyrirlesturinn er í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar að Suðurgötu 12, Ísafirði.

Allir velkomnir – frítt inn.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ