Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Söfnun og vinnsla heimilda í Sagnabrunn

Ísafjörður 14. febrúar 2019.

Vinnustofa/verkefni fyrir eldri borgara og aðra sem hafa áhuga á varðveislu og miðlun sagna.

Á Vestfjörðum er til fjöldi sagna og annarra lýsinga af lífi fólks til sjávars og sveita frá ýmsum öldum. En þótt margt af þessu efni megi finna í annálum, árbókum, dagbókum og öðrum álíka ritum, liggur enn mikið safn upplýsinga í óbirtu efni í skjalasöfnum og einkaeigu. Leiðbeinandi á vinnustofunni mun leiða verkefnið Sagnabrunnur Vestfjarða, sem er vefsíða stofnuð í þeim tilgangi að safna óbirtu efni úr skjalsöfnum og einkaeigu og miðla því til almennings að fengnu tilskildu leyfi, þannig að allir geta sent inn efni og allir geta lesið það á vefsíðu Sagnabrunnsins.

Verkefni vinnustofunnar eru:

•Að kanna hvort kunningjar, vinir, vandamenn eða félagasamtök (s.s. kvenfélög, íþróttafélög, átthagafélög eða önnur félög) hafi í fórum sínum sögur og sagnir sem að fengnu leyfi væri mögulegt að setja á heimasíðu Sagnabrunnsins.
•Að koma efni inn í „Sagnabrunninn“ ef það er handskrifað eða í vélritunarformi.
•Að kanna efni af svæðinu sem þegar er í birtingu á vefnum, eins og til dæmis í www.ismus.is, www.tímariti.is og annars staðar.
•Að athuga efni á Héraðsskjalasafninu sem hugsanlega gæti farið inn á vefinn.

Vinnustofan er samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvarinnar og Valdimars Halldórssonar mannfræðings og staðarhaldara á Hrafnseyri sem hefur umsjón með því og leiðir vinnuna.

Umsjónarmaður/leiðbeinandi: Valdimar J. Halldórsson.
Tími: Þátttakendur hittast á fimmtudögum kl. 15-16. Fyrsti hittingur er fimmtudaginn 14. febrúar en fjöldi skipta fer eftir áhuga og efni.
Lengd: 8 skipti.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 1.200 kr. (kaffigjald).

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ