Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Íslenska 1a

Hefst 5. október 2020.

Námskeiðið er fjarkennt og ætlað byrjendum. Það er fyrri hluti af stigi 1 samkvæmt námskrá frá Menntamálaráðuneytinu.

Farið er í stafrófið og framburð. Grunnorðaforði, úr daglegu lífi, er æfður með mjög einföldum setningum. Nemendur læra að segja svolítið frá sér, að spyrja einfaldra spurninga og að skilja mjög létta texta.

Kennari: Ólafur Guðsteinn Kristjánsson.
Tími: Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 18-20. Hefst mánudaginn 5. október 2020.
Lengd: 30 kennslustundir (10 skipti).
Staður: Fjarkennt.
Verð: 27.000. kr.

Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að hafa samband við sitt stéttarfélag til að kanna með aðild að starfsmennasjóði og stuðning til náms. fræðslusjóðum.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ