ForsÝ­a
FrŠ­slumi­st÷­ Vestfjar­a
frmst@frmst.is
456-5025

Nßms- og starfsrß­gj÷f

Bj÷rn E. Hafberg -  Nßms- og starfsrß­gjafi.
Bj÷rn E. Hafberg - Nßms- og starfsrß­gjafi.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða hefur gert samning við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins um að veita náms- og starfsráðgjöf á vinnustöðum. Í því skyni heimsækir ráðgjafi miðstöðvarinnar vinnustaði vítt og breitt um Vestfirði. Áhugasamir getað pantað einstaklingsviðtöl hjá ráðgjafanum, annað hvort í vinnustaðaheimsóknunum eða með því að hafa samband við Fræðslumiðstöðina í síma 456 5025 eða með tölvupósti frmst@frmst.is. Viðtal við náms- og starfsráðgjafa er fólki að kostnaðarlausu.

Náms- og starfráðgjafar geta m.a.:

  • Veitt upplýsingar um nám og störf.
  • Aðstoðað við að kanna áhugasvið og hæfni.
  • Veitt upplýsingar um mögulegar námsleiðir og styrki.
  • Aðstoðað við að setja markmið og útbúa námsáætlun.
  • Veitt tækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt.