Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Nýr framkvæmdarstjóri

Forstöðumenn, núverandi, þáverandi og tilvonandi
Forstöðumenn, núverandi, þáverandi og tilvonandi

Sædís María Jónatansdóttir hefur verið ráðinn til forstöðu Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Sædís hefur störf 1. ágúst. 

Hún tekur við af Elfu Hermannsdóttir sem mun hverfa til annarra starfa. Það var því skemmtilegt tilefni á ársfundi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða að smella af þessari mynd þar sem mættust þrír forstöðumenn Fræðslumiðstöðvarinnar. 

Á myndinni er Smári Haraldsson fyrrverandi forstöðumaður, til vinstri er Elfa Hermannsdóttir núverandi forstöðumaður og til hægri er Sædís María Jónatansdóttir tilvonandi forstöðumaður. 

 

Kynning á Evrópuvekefninu LICTED

Þann 14. maí verður haldin kynning á Evrópuverkefninu LICTED in rural communties. Eða eins og það heitir á íslensku: Læsi og upplýsingatækni í fullorðinsfræðslu í dreifðum byggðum. 

Fræðslumiðstöðin fékk um 11 milljóna króna styrk til að fara fyrir verkefninu og leiða það. Þátttakendur í verkefninu er fjarmenntaskóli í Riga, fullorðinsfræðslu skóla á Spáni og fullorðinsfræðslu skóla í Þýskalandi. Allir eiga það sameiginlegt að koma að kennslu nemenda í dreifðum byggðum. 

Á kynningunni verður farið yfir hvernig verkefnið er byggt upp, hvaða afurðir urðu til og þær kynntar, starfsmenn segja frá reynslu sinni. Síðan verða umræður.

Allir sem hafa áhuga eru velkomnir að taka þátt. Til að fá frekari upplýsingar er hægt að senda póst á frmst@frmst.is

Eldri færslur