Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Náms- og starfsráðgjöf

Náms- og starfsráðgjöf

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á náms- og starfsráðgjöf. Þjónusta náms- og starfsráðgjafa felst m.a í eftirfarandi:

  • Upplýsingagjöf um nám og störf
  • Aðstoð við að greina áhugasvið og hæfni einstaklinga
  • Upplýsingagjöf um raunfærnimat og stuðning í matsviðtölum
  • Hvatningu og leiðbeiningum við markmiðssetningu og gerð námsáætlunar
  • Að hjálpa fólki við að tileinka sér hentug vinnubrögð í námi og finna sinn eigin námsstíl
  • Aðstoð við að útbúa ferilskrá, umsóknar- og kynningarbréf
  • Persónulegri ráðgjöf

Í persónulegri ráðgjöf veitist fólki tækifæri til að setjast niður með hlutlausum aðila og skoða stöðu sína almennt. Viðtal við náms- og starfsráðgjafa er þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskóla að kostnaðarlausu.

Viðtölin fara fram í aðsetri Fræðslumiðstöðvarinnar á Suðurgötu 12 (Vestrahúsið). Einnig er í boði rafræn ráðgjöf eða í síma. Fyrirtæki á Vestfjörðum geta fengið kynningu til sín og einnig pantað einstaklingsviðtöl fyrir sitt starfsfólk.

Áhugasamir getað pantað viðtöl hjá náms- og starfsráðgjafa alla virka daga með því að hafa samband við Fræðslumiðstöðina með tölvupósti: helga@frmst.is eða í síma 571 5056.

Náms- og starfsráðgjafi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er Helga Konráðsdóttir. Helga er kennari með meistarapróf í náms- og starfsráðgjöf. Hún er með áralanga reynslu í einstaklings- og hópviðtölum. Einnig hefur hún haldið námskeið og verið með náms- og starfsfræðslu fyrir skóla, fyrirtæki og atvinnuleitendur.