Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fyrirtækjaþjónusta

Fræðslumiðstöð Vestfjarða veitir fyrirtækjum og stofnunum fjölbreytta þjónustu þegar kemur að sí- og endurmenntun og starfsþróun þar sem þarfir hvers og eins eru hafðar að leiðarljósi.

Meðal þess sem við getum boðið upp á er:

  • Þarfagreining á fræðslu og endurmenntun
  • Gerð fræðsluáætlana
  • Fræðslustjóri að láni
  • Skipulagning á styttri eða lengri námskeiðum
  • Aðstoð við styrkumsóknir vegna námskeiðahalds

Fræðslustjóri að láni

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á Fræðslustjóra að láni í samstarfi við fræðslusjóði stéttarfélaganna. Verkefnið byggir á að lána ráðgjafa til fyrirtækja í tiltekinn tíma sem fer yfir fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins í samvinnu við stjórnendur og starfsfólk. Út frá þeirri greiningu er unnin fræðslu- og símenntunaráætlun. Fræðslumiðstöðin getur í framhaldinu liðsinnt fyrirtækjum við að fylgja áætluninni eftir.

Sérsniðin námskeið / starfstengd námskeið

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á námskeið fyrir fyrirtæki, stofnanir og starfsmannahópa. Námskeiðin geta bæði verið opin og almenn eða sérsniðin að þörfum tiltekins fyrirtækis. Einnig aðstoðar Fræðslumiðstöðin við að framfylgja fræðsluáætlunum sem gerðar hafa verið. Námskeið geta farið fram á vinnustað, í húsanæði Fræðslumiðstöðvarinnar eða fjarkennd.

Styrkir til náms

Fyrirtæki sem greiða iðgjald í starfsmenntasjóði/-setur geta sótt um styrki til starfsmenntunar fyrir starfsmenn sína. Upphæð styrkja fer eftir stéttarfélagsaðild starfsmanna. Reglur sjóðanna eru mismunandi, eins og sjá má á vefgáttinni Áttin (attin.is). Sjóðir veita styrki m.a. til að niðurgreiða námskeið, greina fræðsluþarfir hjá fyrirtæki og/eða hæfnigreina störf.  Auk þessa geta starfsmenn sjálfir sótt um einstaklingsstyrki hjá flestum sjóðum. Starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar getur aðstoðað fyrirtæki við umsóknir um styrki vegna fræðslu.