Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

17 konur útskrifast úr meðferð matvæla

Nemendurnir 17 ásamt Salome sem kenndi námið.
Nemendurnir 17 ásamt Salome sem kenndi námið.
1 af 2

Frá því í lok október hefur hópur kvenna frá Ísafirði, Bolungarvík, Flateyri og Suðureyri mætt í Fræðslumiðstöð Vestfjarða einu sinni í viku og lært um meðferð matvæla hjá Salome Elínu Ingólfsdóttur næringarfræðingi. 

Meðal þess sem þær hafa fræðst um er gæði og öryggi í meðferð matvæla, matvælavinnsla, geymsluþol, merkingar á umbúðum, hollusta máltíða, ofnæmi og óþol og fæðuflokkar. Í lok námsins fengu konurnar það skemmtilega verkefni að finna mataruppskriftir, breyta þeim á einhvern þann hátt sem gæti aukið hollustu og útbúa svo samkvæmt því. Náminu lauk svo með útskrift þann 10. febrúar s.l. þar sem veitingarnar voru afrakstur verkefnisins.

Meðferð matvæla er 60 kennslustunda nám kennt eftir námsskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins og styrkt af Fræðslusjóði.

Starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar óskar konunum til hamingju með áfangann og er þess fullvisst að þær hafi haft bæði gagn og gaman að.

Deila