Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

5Rytma® dans - Ráðlagður dagskammtur af dansi

Laugardaginn 8. maí verður námskeiðið Dans fyrir lífið - Ráðlagður dagskammtur af dansi haldið á Patreksfirði. Það er gaman frá því að segja að 14 manns hafa skráð sig á námskeiðið og 3 af þeim koma frá Ísafirði, þannig að fólk lætur ekki á sig fá að ferðast á milli til að sækja skemmtilegt námskeið.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir er leiðbeinandi námskeiðsins og hefur hún lokið kennaraþjálfun hjá Gabrielle Roth, sem þróaði Rytmana. ,,Í flæði finnum við mýktina, í stakkató sækjum við kraftinn, í kaos sleppum við takinu og í lýrík svífum við leikandi létt og hvílum loks í kyrrð. Þannig er dansað í gegnum bylgju sem skilar dansaranum ferskari og meira lifandi upp að strönd lífsins."
Deila