Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að halda veislu ódýrt!

Það getur verið vandasamt að halda veislu án þess að buddan tæmist alveg. Þriðjudaginn 17. mars hefst tveggja kvölda matreiðslunámskeið hjá Fræðslumiðstöðinni fyrir þá sem ætla að halda fermingarveislur, útskriftarveislur, afmælisveislur eða aðrar veislur á krepputímum. Elín Ólafsdóttir fer yfir hvernig gera má girnilega veislurétti án þess að kosta of miklu til. Kennt verður í heimilisfræðistofu Grunnskólans á Ísafirði og stendur námskeiðið frá kl.18:00 til 21:00. Seinna skiptið verður að viku liðinni, þriðjudaginn 24. mars.
Deila