Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að þvera eða ekki þvera

25. apríl 2012
imageSjötti og síðasti fyrirlestur vetrarins um náttúruna verður á morgun, fimmtudaginn 26. apríl. Þá mun dr. Þorleifur Eiríksson forstöðumaður Náttúrustofu Vestfjarða fjalla um vegalagningu í fjörðum út frá náttúrufræðilegu sjónarhorni. Þorleifur nefnir fyrirlesturinn Að þvera eða ekki þvera.


Í fyrirlestrinum verða borin saman áhrif þverana og vegalagninga fyrir firði og hvor leiðin hafi meiri umhverfisáhrif.


Fyrirlesturinn verður hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða að Suðurgötu 12 á Ísafirði og stendur á milli kl. 17 og 18. Hann er öllum opinn og er aðgangseyrir kr. 1.000.
Ef óskað er eftir verður fyrirlesturinn sendur út um fjarfundabúnað til Hólmavíkur og Patreksfjarðar.

Fyrirlestraröðin um náttúruna er í samstarfi Náttúrustofu Vestfjarða, Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Vestfjörðum og Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Fyrirlestrarnir eru bæði um þær rannsóknir sem nú eru stundaðar á Vestfjörðum og almennt um náttúrufræðileg efni.

Þeir fyrirlestrar sem haldnir hafa verið í vetur eru: Atferli dýra. Fjölbreytni smádýralífs. Fuglarannsóknir á Vestfjörðum. Villtar nytjajurtir á Vestfjörðum. Þorskurinn og þjóðin í þúsund ár.
Deila