Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Að veita framúrskarandi þjónustu

Hér er um að ræða framúrskarandi námskeið í því að veita framúrskarandi þjónustu.
Námskeiðið verður haldið mánudaginn 19. nóvember kl. 18 -22 og leiðbeinandi á því er Þórhildur Þórhallsdóttir, þjálfari og leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á væntingar viðskiptavina og mikilvægi góðrar þjónustu. Farið er í mikilvægustu atriði þjónustu eins og hverjir eru okkar viðskiptavinir, hvaða væntingar hafa þeir og hvenær er þjónusta góð? Hvaða atriði skipta máli í huga viðskiptavinarins? Skoðuð eru mismunandi þjónustustig. Farið er í kvartanir og mikilvægi þeirra í að bæta árangur. Einnig eru tekin fyrir einkenni svokallaðra framúrskarandi einstaklinga í þjónustu.


Deila