Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Aftur í nám - lesblinda

Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða er að fara af stað á Ísafirði með námsskrána Aftur í nám, sem er ætluð fyrir lesblinda.
Aftur í nám er ein af námsskrám Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og kennd með styrk frá Fræðslusjóði.

Kjarninn í námsskránni er Davis lesblinduleiðrétting, en þar vinnur ráðgjafi með hverjum þátttakanda í einkatímum í eina viku, eða 30 klukkustundir.
Ráðgjafar eru sem fyrr Jón Einar Haraldsson, Lambi, (laesir.is), og Sturla Kristjánsson, (les.is).

Lesblindir eru ekki heimskir, þvert á móti eru þeir almennt mjög handlagnir, útsjónasamir og hugmyndaríkari en gengur og gerist. Vandinn er sá, að vegna myndrænna hæfileika þeirra hentar hljóðlestraraðferðin ekki til að kenna þeim að lesa.
Þegar illa fer er niðurstaðan nefnd lesblinda og jafnvel sögð meðfædd!

Með Davis aðferðinni er misheppnaða lestrarkennslan leiðrétt og myndhugsun virkjuð til lesfærni og lesskilnings.
Í mati Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, frá nóvember 2009, kemur m.a. fram að 96.8% eru frekar eða mjög ánægð með námskeiðið og 97.3% telja frekar eða mjög líklegt að þau myndu mæla með því við aðra í svipaðri stöðu.
(Fræðslumiðstöð atvinnulífsins: Mat á námskeiðunum Aftur í nám og Skref til sjálfshjálpar í lestri og ritun, nóvember 2009).

Það skal tekið fram að Davis leiðréttingin nýtist ekki síður börnum og unglingum á skólaaldri sem eru í vanda vegna sértækra námsörðugleika s.s. lesblindu, reikniblindu eða ADD/ADHD.

Fólk er hvatt til að nota tækifærið til að fá upplýsingar um lesblindu og úrræði hennar vegna. Hafið samband við Lamba eða Sturlu sem bjóða upp á greiningarviðtöl næstu vikurnar. Símar: 867 1875, Lambi og 862 0872, Sturla. Einnig má hafa samband við Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sími 456 5025, með tölvupósti frmst@frmst.is eða bara líta við hjá miðstöðinni að Suðurgötu 12 á Ísafirði.
Deila