Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Áhugavert fjarnámskeið frá EHÍ

Miðvikudagur daginn 17. febrúar kl. 20:15-22:15 verður fyrsta fjarnámskeið Endurmenntunar Háskóla Íslands á þessu ári á Ísafirði. Þá mun Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir fjalla almennt um grasalækningar og íslenskar lækningajurtir. Rætt verður um hvernig grasalæknir vinnur, hvaða sjúkdóma algengt er að grasalæknir fáist við og hvernig unnið er úr lækningajurtum.

Farið verður yfir áhrifamátt nokkurra algengra íslenskra lækningajurta sem auðvelt er fyrir leikmenn að finna og tína. Fjallað verður m.a. um vallhumal, ætihvönn, maríustakk, mjaðjurt, blóðberg, birki, túnfífil, klóelftingu, haugarfa og fjallagrös. Einnig verða gefin dæmi um einfaldar uppskriftir og skammtastærðir.

Námskeiðið er kennt hjá EHÍ í Reykjavík og sent í gegnum fjarfundabúnað til símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Á Ísafirði verður það í stofu 3 í Háskólasetri Vestfjarða, Suðurgötu 12 (sama hús og Fræðslumiðstöðin er í, á annarri hæð).

Námskeiðið hefur fengið góðar undirtektir og nú þegar hafa yfir 80 manns skráð sig, flestir á höfuðborgarsvæðinu en einnig er góð þátttaka á Austurlandi og ágæt á Ísafirði. Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig sem fyrst. Verð er 5.900 kr.
Deila