Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Annasamur dagur

Frá námi í skrifstofuskólanum 2011.
Frá námi í skrifstofuskólanum 2011.

Kennsla í Fræðslumiðstöð Vestfjarða fer að mestu leyti fram síðdegis og á kvöldin. Á venjulegum degi er yfirleitt verið að kenna þremur til fjórum hópum á mismunandi námskeiðum. Miðvikudaginn 12. febrúar er hins vegar óvenju mikið umleikis því níu hópar verða í námi þetta síðdegi. Það er því hver stofa sem Fræðslumiðstöðin hefur yfir að ráða fullsetin auk þess sem Háskólasetrið hleypur undir bagga með húsnæði.

Það sem verður kennt þennan annasama dag er íslenska fyrir útlendinga, enska fyrir byrjendur, pólska fyrir byrjendur, skrifstofuskóli, nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, almenn skyndihjálp, landnemaskóli, hlífðargassuða og smáskipanám.  Tvö síðasttöldu námskeiðin eru reyndar kennd utan Vestrahússins þar sem nemendur í hlífðargassuðunni sækja tíma í verknámshúsi Menntaskólans á Ísafirði og smáskipanámið er fyrir elstu nemendur  Grunnskóla Bolungarvíkur og kennt þar.

Svona dagar eru skemmtilegir!

Deila