Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Arfur kynslóðanna - nýtt námskeið

Miðvikudaginn 28. október kl. 13:00 hefst spennandi námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni sem kallast Arfur kynslóðanna. Námskeiðið er sett upp með eldri borgara í huga en er öllum opið.

Þeir sem komnir eru til vits og ára búa yfir margskonar fróðleik sem er ómetanlegt er að koma áfram til næstu kynslóða. Á þessu námskeiði fá þátttakendur leiðbeiningar um hvernig hægt er að bera sig til við að skrá niður lífshlaup, skemmtilegar sögur ? munnmælasögur eða sögur úr lífinu ? minningar sem tengjast hlutum eða stað eða annað sem gaman er að varðveita og koma áfram til næstu kynslóða. Einnig verður fjallað um heimildagildi skjala, t.d. ljósmynda, dagbóka og bréfa og rætt um varðveislu þeirra. Þá verður kynning á spurningalistum Þjóðminjasafnsins. Í lok námskeiðsins gefst fólki kostur á tölvuaðstoð vilji það sjálft skrá inn í tölvu.

Kennari á námskeiðinu er Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur.

Enn er hægt að skrá sig.
Deila