Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Betri tímastjórnun

Fimmtudaginn 20. september verður námskeið í Betri tímastjórnun með Ingrid Kuhlman. Þar fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur.

17/9 Fellur niður vegna ónógrar þátttöku.
Deila