Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Dagskrá um Rögnvald Á Ólafsson

24. maí 2012
imageMánudaginn 28. maí n.k (á annan í Hvítasunnu) verður dagskrá tileinkuð fyrsta íslenska arkitektinum, Rögnvaldi Á Ólafssyni í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Dagskráin hefst kl. 14:00.

"ÍSAFJARÐARKAUPSTAÐUR UM ALDAMÓT: HÖFUÐSTAÐUR MEÐ REISN" erindi Sigurðar Péturssonar sagnfræðings.

"HUGMYNDASMIÐUR HEIMASTJÓRNARÁRANNA - HUGLEIÐING UM RÖGNVALD ÓLAFSSON OG VERK HANS" erindi Péturs H Ármannssonar arkitekts og fræðimanns.

Drög að Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar - stefnuskrá og framtíðarplön kynnt í fyrsta sinn opinberlega.

Afhjúpun söguspjalds um Rögnvald í anddyri Edinborgarhússins/Listaskólans.

Kl. 15:30 verður rútuferð á söguslóðir í Dýrafirði þar sem Þingeyrarkirkja verður heimsótt og kynntur upplýsingabæklingur um byggingar og staði sem tengjast Rögnvaldi Ólafssyni á Vestfjörðum og víðar um land.
Ferðin endar á Kaffiveitingum á Núpi áður en ekið verður aftur til Ísafjarðar um kl. 18:00.

Allir eru velkomnir ? aðgangur er ókeypis.
Deila