Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Eldum súpu á Hólmavík

Súpa er matur sem nota má hversdags sem og á veisluborð. Mánudaginn 16. mars gefst Hólmvíkingum og nágrönnum kostur á að læra að elda ljúffengar súpur hjá Báru Karlsdóttur á Café Riis.

Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig útbúa má fjölbreyttar og matarmiklar súpur frá grunni, ásamt því hvernig gera má hefðbundnar pakkasúpur að veislumat - nokkurs konar naglasúpur. Þátttakendur miðla hugmyndum sínum og reynslu í súpugerð, en reynsla er þó ekki skilyrði. Þá verður fjallað um hugmyndir að meðlæti og í lok námskeiðs snæða þátttakendur saman.

Þeir sem hafa sótt súpufundina á Café Riis að undanförnu hafa fengið að smakka nokkrar dásamlegar súpur - nú er tækifærið að læra um galdurinn á bak við þær!
Deila