Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Enn tækifæri til að skrá sig á mat- og kryddjurtir

Námskeiðið Mat- og kryddjurtir sem halda átti laugardaginn 26. mars s.l. frestaðist um viku þar sem ekki var flugfært þegar kennarinn ætlaði að koma. Námskeiðið verður því haldið laugardaginn 2. apríl kl. 10:30-16:00 (að því gefnu að hægt verði að fljúga á laugardagsmorguninn).

Það er greinilegt að margir hafa áhuga á að rækta sínar eigin mat- og kryddjurtir því það stefnir afbragðs góða þátttöku. Það er þó enn hægt að bæta nokkrum við ef einhverjir áhugasamir hafa ekki enn skráð sig.

Þess má geta að Auður Ottesen sem kennir námskeiðið var með samskonar námskeið í fyrra vor og þótti það takast mjög vel.
Deila