Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Enska á ensku

Nú í haust hefur hópur fólks verið í enskunámi í Fræðslumiðstöðinni þar sem lögð hefur verið áhersla á að þjálfa talmál. Kennari á námskeiðnu er Andrea Kasper en hún hefur búið á Ísafirði í rúmlega ár.

Þetta er gott dæmi um það hvernig þeir útlendingar sem dvelja hér um lengri eða skemmri tíma geta lagt sitt af mörkum til þess að auðga samfélagið. Það er ekki annað að heyra á þátttakendum á námskeiðinu en að þeir kunni vel að meta að hafa kennari sem er með ensku sem móðurmál og er vonandi hægt að bjóða þeim sem hafa góðan grunn í málinu áfram upp á þann möguleika.

Jafnframt mun Fræðslumiðstöðin auglýsa ensku fyrir styttra komna eftir áramót og þá með íslenskum kennara þar sem í upphafi getur reynst nauðsynlegt að nota íslenskuna til útskýringa.

Hér fyrir neðan eru myndir af námskeiðinu.


image

image


image

Deila