Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fiskvinnslunámskeið í Odda

Dagana 8 til 10 október var kenndur hluti af námskeiðinu Fiskvinnsluskólinn á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Um 40 nemendur sátu þennan hluta og er ætlunin að ljúka námskeiðinu ekki seinna en í janúar á næsta ári.
Töluvert er síðan slíkt námskeið hefur verið haldið á sunnanverðum Vestfjörðum. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á mikilvægi hreinlætis og meðferðar afla í áfanganum bakteríur og gerlagróður.
Kennari þessa hluta var Nanna Bára Maríusdóttir frá Fisktækniskóla Íslands, en í framhaldi munu kennarar af heimasvæði fylgja eftir hluta þeirra áfanga sem eftir eru.
Mikil þörf hefur verið fyrir slíkt námskeið á svæðinu og mun Fræðslumiðstöð Vestfjarða að sjálfsögðu greiða götu þess.

Fiskvinnslunámskeiðin eru kennd í vinnutíma fólks. Fólkið heldur fullum launum og vinnuveitendur greiða þátttökugjöld einstaklinganna, en Fræðslusjóður veitir umtalsverða styrki til námskeiðanna.
Deila