Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fiskvinnslunámskeiði lokið á Drangsnesi

Í nóvember lauk fiskvinnslunámskeiði hjá starfsmönnum fiskvinnslunnar Drangs á Drangsnesi. Um er að ræða 60 kennslustunda námskeið sem haldið hefur verið víða á starfssvæði Fræðslumiðstöðvarinnar á þessu ári.

Þátttakendur á Drangsnesi voru átta og luku öllum þáttum námskeiðsins. Að vanda voru það þau Nanna Bára Maríasdóttir og Jóhann Bæring Gunnarsson sem höfðu veg og vanda að kennslunni en auk þeirra koma ýmsir aðrir kennarar að kennslu einstakra námsþátta.

Að þessu sinni náðist að halda stærstan hluta námskeiðsins á einni viku, en veðrið setti þó strik í reikninginn með síðasta námsþáttinn og var honum því frestað um nokkra daga.

Starfsmenn Hólmadrangs á Hólmavík luku samskonar námskeiði í febrúar á þessu ári og hafa því fiskvinnslufyrirtæki á Ströndum lokið þessu grunnnámskeiði, auk þess sem því verið er að ljúka því um þessar mundir á nokkrum öðrum stöðum á Vestfjörðum.

Fiskvinnslunámskeið á Drangsnesi, nóvember 2012
Finnbogi Sveinbjörnsson hjá VerkVest fræðir þátttakendur um réttindi og skyldur starfsfólks.

Fiskvinnslunámskeið á Drangsnesi, nóvember 2012
Skyndihjálp er einn námsþátturinn og hefur Hermann Níelsson skyndihjálpakennari hjá Rauða krossinum séð um að fræða þátttakendur og kenna þeim réttu viðbrögðin.
Deila