Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fiskvinnslunámskeiðin eru vinsæl

16. mars 2012
Kennsla á starfstengdum fiskvinnslunámskeiðum er nú hafin af fullum krafti eftir að hafa legið niðri um nokkurt skeið. Námskeiðin eru fyrir fólk í fiskvinnslu og gefa nokkra launahækkun, enda auka þau vonandi kunnáttu og færni einstaklinganna.

Fiskvinnslunámskeiðin voru í sjávarútvegsráðuneytinu og undir stjórn starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Á síðastliðnu áru voru þau færð í mennta- og menningarmálaráðuneytið og eru nú styrkt af Fræðslusjóði eins og annað vottað nám í framhaldsfræðslunni. Vegna þessara skipulagsbreytinga voru engin fiskvinnslunámskeið haldin á síðast liðnu ári, fyrr en undir árslok. Þá hélt Fræðslumiðstöðin eitt námskeið á Flateyri. Nú eftir áramótin hefur miðstöðin haldið námskeið á Þingeyri og Hólmavík og nú í vikunni hófust námskeið hjá starfsfólki Kampa á Ísafirði og hjá Jakobi Valgeir í Bolungarvík.

Þau námskeið sem kennd hafa verið eru grunnnámskeið og taka heila vinnuviku í kennslu. Síðar verður boðið uppá framhaldsnámskeið, en verið er að leggja lokahönd á námsskrá fyrir það hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Fiskvinnslunámskeiðin eru kennd í vinnutíma fólks. Fólkið heldur fullum launum og vinnuveitendur greiða þátttökugjöld einstaklinganna, en Fræðslusjóður veitir umtalsverða styrki til námskeiðanna.

Meðfylgjandi myndir eru teknir á dag á fiskvinnslunámskeiðinu í Bolungarvík, sem kennt er í Safnaðarheimilinu. Aðalkennari á námskeiðinu er Nanna Bára Maríasdóttir settur skólastjóri Fisktækniskóla Íslands. Túlkur á námskeiðinu var Barbara Gunnlaugsson.
image

image

image

image

image

image

image
Deila