Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjarkennd íslenskunámskeið að hefjast

Þrjú íslenskunámskeið eru á dagskrá hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða nú í byrjun maí. Mánudaginn 4. maí hefst Íslenska 1a sem ætlað er byrjendum eða fólki sem hefur mjög lítinn grunn í málinu. Kennt verður hvern virkan morgun kl. 10-12 í tvær vikur, alls í 10 skipti. Námskeiðið er því upplagt fyrir fólk sem er ekki í vinnu eða laust við á þessum tíma dagsins. Kennari er Ólöf Bergmannsdóttir.

Sama dag, mánudaginn 4. maí hefst Íslenska 2a. Það námskeið er ætlað fólki sem er komið með smá grunn í málinu. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-19:30, í 10 skipti alls. Kennari er Kesja Szczukiecka Pacholek.

Þriðjudaginn 5. maí hefst Íslenska 3a, námskeið ætlað fólki sem komið er vel af stað í íslensku en vill bæta orðaforða, skilning og málfræði. Námskeiðið verður kennt á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 17:30-19:30, í 10 skipti alls. Kennari er Ólöf Bergmannsdóttir.

Námskeiðin eru kennd í gegnum fjarfundakerfið Zoom. Nemendur geta tekið þátt í gegnum tölvu, síma eða önnur snjalltæki. Hvert námskeið kostar 27.000 kr.

Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til þess að hafa samband við sitt stéttarfélag til að kanna með aðild að starfsmennasjóði og stuðning til náms.

Nánari upplýsingar veitir Barbara Gunnlaugsson barbara@frmst.is

 

Deila